Fyrirlestur um starfsemi Ładoś hóps og sýning á myndinni "Vegabréf til Paragvæ"
26.01.2023
Í tilefni af alþjóðlegum minningardegi helförarinnar var haldin fyrir lestur eftir Dr. Aleksandra Namysło frá Þjóðminjastofnunar í Katowice sem helgað er starfsemi sk. Ładoś-hópsins. Fyrirlesturinn var haldinn í Sendiráði Lýðveldis Póllands í Reykjavík.
Í fyrirlestri sínum dr. Aleksandra Namysło kynnti sögulegar staðreyndir um starfsemi Ładoś-hópsins.
Ładoś-hópurinn, sem er einnig þekktur sem Bern-hópurinn, samanstóð af pólskum diplómatum, starfsmönnum pólsku sendiskrifstofunnar í Bern og fulltrúum gyðingasamtaka í samvinnu við þá. Hópnum var stýrt af Aleksander Ładoś, chargé d’affaires pólsku sendiskrifstofunnar. Fyrir utan hann voru þrír aðrir pólskir stjórnarerindrekar starfandi í pólsku sendiskrifstofunni: Stefan Ryniewicz, Konstanty Rokicki og Juliusz Kühl, og tveir aktívitsar svissneskra gyðingasamtaka: Abraham Silberschein og Chaim Eiss.
Í seinni heimsstyrjöldinni tók þessi hópur þátt í fjöldafölsun suður- og mið-amerískra vegabréfa fyrir evrópska gyðinga til að bjarga þeim frá útrýmingu.
Daginn eftir var heimildarmynd eftir Robert Kaczmarek "Vegabréf til Paragvæ" sýnd í Háskóla Íslands. Viðburðurinn var skipulagður í samvinnu við Tungumálamiðstöðina Háskóla Íslands.