Við notum smákökur til að veita góða þjónustu.Með því að nota þessa síðu þú þarf að samþykkja að þær verða niðurhlaðnar á þína tölvu. Þú getur alltaf breytt þínar vafrastillingar.Einnig, með því að nota þess síðu þarf þú að samþykkja persónuverndarlög.

Ísland

Pólsk-íslensku tengslin eiga 95 ára gamla sögu en Ísland viðurkenndi Lýðveldið Pólland 28. janúar 1922. Ísland, sem varð lýðveldi árið 1944, hof svo opinber diplómatísk samskipti við Pólland árið 1946.

Sögulegt yfirlit

Pólitísk samvinna eftir 1989

Tengsl Póllands og Íslands eru að þróast í rétta átt. Pólland er mikilvægur pólitískur og efnahagslegur samstarfsaðili Íslands í austurhluta Evrópu. Síðan 1. maí 2004, þegar Pólland sameinaðist Evrópusambandinu, hefur samvinnan farið fram samkvæmt samkomulagi um Evrópska efnahagssvæðið, ásamt viðauka um stækkun EES um 10 ný lönd. Þann 1. maí 2006 afnam Ísland allar takmarkanir á atvinnumöguleikum fyrir ríkisborgara nýrra aðildarríkja ESB, þar á meðal Póllands. Það voru yfirstandandi tvíhliða samningar, gerðir fyrir utan valdmörk ESB, frá 19. júní 1998 til að komast hjá tvísköttun og til að koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir.  Ísland sér Pólland sem samstarfsaðila á sviði orkumála, einkum endurnýjanlegrar orku og jarðvarmaorku, þar sem Ísland er sterkur aðili í Uppbyggingarsjóði EES. Á árunum 2009-2014 var Pólland stærsti viðtakandi styrkja úr sjóðnum. Pólland og Ísland eru líka tengd sem bandamenn Atlantshafsbandalagsins. Þann 15. september 2016 hóf þáverandi forsætisráðherra Póllands, Beata Szydło, viðræður vegna nýrrar áætlunar Uppbyggingarsjóðs EES fyrir árin 2014-2021 milli Póllands, Íslands, Lichtenstein og Noregs og samþykkti áætlun fyrir pólska ríkið. Þann 25. janúar 2007 ákvað utanríkisráðherra Póllands að stofna aðalræðisskrifstofu Póllands á Íslandi sem opnaði 2008 í Reykjavík. Aðalræðisskrifstofunni var svo breytt í sendiráð 1. apríl 2013. Sendiráðið var undir stjórn Chargé d’affaires a. i.  þangað til Gerard Pokruszyński varð sendiherra Póllands á Íslandi í janúar 2018. Síðan 2002 hefur íslenska sendiráðið fyrir Pólland verið í Berlín. Sendiherra Íslands þar, Martin Eyólfssyni, var veitt umboð 6. október 2016. Núverandi sendiherra er María Erla Marelsdóttir en henni var ekki veitt umboð eins og er.  Þegar efnahagskreppan hófst árið 2008 sendi forsætisráðherra Íslands beiðni um aðstoð. Þá ákvað pólska ríkisstjórnin að gerast meðlimur að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og veita ríkisstjórn Íslands fjárhagslega aðstoð í formi láns. Þann 4. október 2009 var skrifað undir samning milli ríkisstjórnanna. Pólland bauð Íslandi 630 milljón złoty, sem er um 200 milljón dollarar, til 12 ára í þremur jöfnum greiðslum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti þetta. Ísland notaði 200 milljón złoty sem komu frá sjóðinu til að kaupa valin skuldabréf frá Ríkissjóði Póllands, útgefin af Fjármálaráðuneytinu í fjórum seríum. Efnahagsleg uppsveifla hófst svo 2011 og þróaðist í stöðugan hagvöxt sem styrkti íslenska efnahagsstöðu. Eitt mikilvægasta atriði eftir efnahagskreppuna var að endurheimta aðgang að alþjóðlegum efnahagslegum mörkuðum, þegar björgunaráætlun ASG lauk árið 2011. Árið 2014 endurgreiddi Ísland gjaldfelldu lánin frá norðurlöndunum og ASG með fyrirvara. Í mars 2015 bauðst Ísland til að endurgreiða lánið frá Póllandi sem fékkst 2009 fyrr en ætlað var. Þann 27. maí 2015 skrifuðu löndin undir viðauka við samning þegar þáverandi fjármálaráðherra Póllands, Mateusz Szczurek, heimsótti Ísland. Endanleg uppgjör lánsins voru gerð um mánaðarmótin maí-júní 2015. Þá hitti fjármálaráðherra Póllands forsætisráðherra Íslands, sem þakkaði Póllandi fyrir skjót viðbrögð við fjármálaaðstoð á erfiðum krepputíma Íslands. Heimsóknir milli landanna hafa verið margar: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Pólland 11. mars 1999 og var það fyrsta opinbera heimsókn í sögu landanna. Þáverandi forseti Póllands, Lech Kaczyński, hitti Ólaf Ragnar Grímsson svo aftur á ráðstefnu NATO í New York árið 2009. Þáverandi utanríkisráðherra Póllands, Radosław Sikorski, hitti íslenska utanríkisráðherrann þann 3. apríl 2008 á NATO ráðstefnu í Bukarest. Ráðherrann Mikołaj Dowgielewicz heimsótti Reykjavík 28. apríl 2011. Þann 20. febrúar 2016 tók þáverandi utanríkisráðherra Íslands, Össur Skarphéðinsson, þátt í samkomu utanríkisráðherra norðurlanda, baltnesku landanna og Visegrad landanna í Gdańsk. Árið 2013 kom nýsköpunarráðherra Póllands í heimsókn til Reykjavíkur til að ræða mál tengd evrópskum sjóðum og möguleika á að fjármagna svæðisfjárfestingar til nýsköpunar og þróunar. Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra Íslands, ræddi við varaforsætisráðherra Póllands, Elżbietu Bieńkowska þann 4. júní 2016. Í júlí 2016 heimsótti pólski sjávarmála- og innanlandssiglingarráðherrann, Marek Gróbarczyk Ísland til að skrifa undir viljayfirlýsingu um samvinnu í sjávarútvegi, fiskeldi, líftækni, skipagerð og viðskiptum. Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands, heimsótti Reykjavík 20.-21. júní 2017 en hann tók svo þátt í óformlegum fundi utanríkisráðherra landa Eystrasaltsráðsins og hitti þar Guðlaug Þór Þórðarson, núverandi utanríkisráðherra Íslands. Þann 30. maí 2017 tók íslenski utanríkisráðherrann þátt í fundi utanríkisráðherra norðurlandanna, baltnesku landanna og Visegrad landanna í Sopot. Jacek Czaputowicz, utanríkisráðherra Póllands, heimsótti svo Ísland 5.-6. maí 2019.

Efnahagsleg samvinna

Viðskipti Póllands og Íslands snúast aðallega um innflutnings- og útflutningsvöru í tveimur til þremur brönsum, sem þýðir að viðskiptin geta verið breytileg. Bæði í útflutningi og í innflutningi koma háar sveiflur, bæði snöggar hæðir og djúpar lægðir. Ísland er á 60. sæti á listanum útflutningsaðila Póllands (0,1% þátttaka) og 67. innflutningsaðili (líka 0,1 %). Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Póllands, útflutningsvaravelta milli Póllands og Íslands nam 300,3 m evrur í 2016, andstætt 196,2 m evrur í 2015. Innflutningsvelta nam 147,9 m evrur andstætt 196,2 m evrur í 2015. Aðalástæðan aukninga í útflutningi til Íslands árið 2016 var aukning á útflutningi af rafvélrænnum vörum, einkum flugvélum. Aukin hreyfifræði kom með auknu innflutningi frá Íslandi af fiski, áli og álvörum. Á meðal íslenskra fjárfesta eru fyrirtæki: Horn Invest hf., Promens hf., Enterprise Investment Fund (EIF), sem fjárfesta í gúmmí- og plástvaraframleiðslu, fyrirtækið Bakkavor sem er með sína eigin fiskvinnslu í Póllandi. Fyrirtækið Lýsi sem selur fiskolíu er einnig með útibúið sitt í Póllandi. Pólskar fjárfestingar á Íslandi eru nýleg og á uppleið, mest þekkt er fyrirtæki Reykjavik Coats sem framleiðir fatnað.

{"register":{"columns":[]}}