Heimsókn forsetahjónanna til Íslands í tengslum við 4. leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík
17.05.2023
16.-17. maí 2023 heimsóttu forseti lýðveldisins Póllands, herra Andrzej Duda, og eiginkona hans, frú Agata Kornhauser-Duda, Ísland í tengslum við 4. leiðtogafund þjóðhöfðingja og ríkisstjórna Evrópuráðsins í Reykjavík. Forsetafrú hitti samfélag annars tveggja pólsku skólanna við Pólska Sendiráð í Reykjavík, prestastéttina og forsetafrú Íslands.
Aðal viðfangsefni leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík var sameining 46 aðildarríkja þessarar alþjóðastofnunar um sameiginleg gildi, framtíðarsýn og stuðning við Úkraínu.
Forseti Andrzej Duda var meðal ræðumanna sem opnuðu leiðtogafundinn og tók þátt í hringborðsumræðunni „Supporting Ukraine – solidarity and accountability “. Einn af lykilþáttum leiðtogafundarins var stofnun skrána yfir tjón af völdum Rússlands í Úkraínu.
Á hliðarlínu leiðtogafundarins hélt Forseti Duda tvíhliða fund með forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannesson. Forsetarnir ræddu samskipti Póllands og Íslands. Forseti Jóhannesson lagði áherslu á mikilvægt hlutverk pólska samfélagsins á eyjunni, sem er langstærsti þjóðarhópurinn meðal útlendinga. Hann sannfærði einnig um að íslensk yfirvöld styðji pólskunám fyrir pólsk börn og unglinga.
Í heimsókn sinni til Íslands var forsetinn í fylgd eiginkonu sinnar, Agata Kornhauser-Duda, sem fundaði með samfélagi Pólska Skólans Jóhannesar Páls II við Sendiráð Póllands í Reykjavík. Forsetafrúin heimsótti einnig Basilíku Krists konungs í Reykjavík og ræddi við biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, David Tencer.
Á öðrum degi heimsóknarinnar hitti forsetafrúin Elizu Reid, forsetafrú Íslands. Hún heimsótti einnig Karmelklaustrið í Hafnafirði.
mynd: Jakub Szymczuk/ KPRP