Þjóðminjastofnun IPN sögðu frá Ulma-fjölskyldunni á Íslandi
29.01.2024
Í tengslum við alþjóðlegan minningardag fórnarlamba helförarinnar í fimmta sinn í sendiráði lýðveldisins Póllands í Reykjavík var haldinn minningarathöfn til heiðurs fórnarlömba helförarinnar. Athöfnin í ár var helguð Ulma- fjölskyldunni frá Markowa.
Aðstoðarforseti pólskrar stofnunar IPN, dr Mateusz Szpytma sagði frá sögulegum bakgrunn og kynnti hörmulega sögu Józefs og Wiktoria Ulma og sjö barna þeirra, sem urðu fyrir píslarvætti fyrir að fela gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni.
Sendiherra Póllands á Íslandi, Gerard Pokruszyński, tók á móti þátttakendum athöfninar. Fundinn sat einnig rabbín gyðinga á Íslandi, Avraham Feldman. Síðan var rætt við Marek Wierzbicki, prófessor við Kaþólska háskólann í Lublin.
Eftir ræðuhöld var heimildarmyndin Saga af glæp (Historia jednej zbrodni) sýnd, sem leikstýrt var af Mariusz Pilis. Myndin segir áhrifaríka sögu Ulma fjölskyldunnar, sem fórnaði lífi sínu við að reyna að bjarga lífi tveggja gyðingafjölskyldna, Goldmans og Szalls.
26.–27. janúar 2024 héldu fulltrúar pólskrar stofnunar IPN fræðslunámskeið fyrir börn og unglinga í pólskum skólum í Reykjavík.
Í Morgunblaðinu birtist viðtal við Dr. Mateusz Szpytma um Pólverja sem hættu lífi sínu og veittu gyðingum aðstoð í seinni heimsstyrjöldinni.