Við notum smákökur til að veita góða þjónustu.Með því að nota þessa síðu þú þarf að samþykkja að þær verða niðurhlaðnar á þína tölvu. Þú getur alltaf breytt þínar vafrastillingar.Einnig, með því að nota þess síðu þarf þú að samþykkja persónuverndarlög.
Back

Komið sæl,

10.11.2020

Á þessu ári munum við halda upp á Þjóðhátíðardag Póllands þann 11. nóvember n.k. með öðruvísi sniði en venjulega vegna heimsafaraldurs. Þrátt fyrir það verður þetta dagur sem sameinar alla Pólverja í heiminum.

niepodleglosc2

Á þessum degi munum við minnast þess þegar Pólland fékk aftur sjálfstæðið.  Það er samt gott að hafa í huga þá lexíu hvernig við misstum það í 123 ár , ekki aðeins vegna innrásaraðila heldur einnig vegna margra svikara undir merkingu Targowica. Það er vert að nefna að Pólland sem stöðvaði Tyrki árið 1683 í Orustunni við Vínarborg  og þar af leiðandi bjargaði Evrópu, missti smám saman sjálfstæði á næstu öld og hvarf að lokum af landakorti.
Við verðum að muna að pólska þjóðin var þvinguð til þess að halda uppi (í efnahagslegum skilningi) öðrum ríkjum, en pólverjar þurftu að þjóna í her innrásaraðila og berjast sín á milli í stríðum sem voru ekki þeirra stríð.
Við munum minnast allra sem fórnuðu lífi sínu í uppreisnum fyrir sjálfstæði, sem var þeirra mesti draumur. Þeir börðust með vopnum, orði, bænum og vinnu. Það má ekki gleyma að eftir að hafa fengið sjálfstæðið, þurfti að að halda því við í ýmsum átökum við landamæri og seinna með mótspyrnu gegn bolsjevísku bylgjunni þegar pólverjar stöðvuðu enn og aftur stóra innrás í Evrópu.
Viðburðir á tuttugustu öld sýndu að við misstum aftur fullveldið vegna þýska fasismans sem varð ýkveikja að ´´eldinum´´ í heiminum  og svo seinna undir hörðu valdi kommúnismans.
Það var ekki fyrr en árið 1989 þegar Póllandi tókst að nýju að fá fullveldið og fella niður kommúnismann í Evrópu. Það má ekki gleyma öllum þeim sem börðust fyrir sjálfstæði í felum, neðanjarðarhreyfingum, pólsku verkalýðshreyfingunni Solidarnosc, Kaþólsku kirkjunni með erkibiskupi Stefan Wyszynski og heilögum Jóhannes Pál II páfa í fararbroddi og öllum þeim vinum úr vestrænum löndum- einnig Íslandi, sem hjálpuðu okkur á þessum erfiðu tímum og hafa átt því mikilvægt  hlutverk í sjálfstæðisbaráttunni Póllands. Við erum innilega þakklát fyrir þann stuðning.
Ég óska öllum sameiginlegu hátíðar og lotningar á þessum mikilvæga degi.

Gerard Pokruszynski
Sendiherra Póllands á Íslandi
 

{"register":{"columns":[]}}