Við notum smákökur til að veita góða þjónustu.Með því að nota þessa síðu þú þarf að samþykkja að þær verða niðurhlaðnar á þína tölvu. Þú getur alltaf breytt þínar vafrastillingar.Einnig, með því að nota þess síðu þarf þú að samþykkja persónuverndarlög.
Back

Bréf sendiherra Lýðveldisins Póllands á Íslandi, vegna leiðréttingu á grein Fréttablaðsins.

08.01.2021

1

Ágæti ritstjóri,

 

Við óskum vinsamlegast eftir því að texti blaðagreinar eftir Miłosz Hodun verði leiðréttur en blaðagrein þessi var birt í dagblaði þínu „Fréttablaðið“ hinn 23. desember 2020.

Greinin hefur að geyma mikið af upplýsingum sem geta ekki staðist og eru órökstuddar. Einnig skaða staðreyndirnar, sem þar er lýst, ímynd Lýðveldisins Póllands auk þess sem þær grafa undan áreiðanleika blaðamennsku.  

Ég vona að þér sjáið yður fært að birta eftirfarandi fullyrðingar, sem eru viðbrögð við ofangreindri grein, til að tryggja gæði fréttabirtingar af yðar hálfu sem og vegna nauðsynjar þess að fara eftir siðareglum fyrir blaðamenn, en þær endurspeglast í áreiðanleika upplýsinga sem veittar eru almenningi.

Það að stjórnlagadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að forsendan fyrir mannkynbótum væri í ósamræmi við stjórnarskrána þýðir ekki að fóstureyðingar hafi verið bannaðar í Póllandi.  Þær eru enn leyfilegar í tilfellum þar sem um heilsu- eða lífsógn móður er að ræða eða ef þungun stafar af ólöglegu athæfi (t.d. nauðgun).  

Það var einstaklingsframtak þingmanna frá ýmsum stjórnmálaflokkum að leggja fram beiðni til stjórnlagadómstólsins um að kanna hvort ákvæði um fóstureyðingar vegna alvarlegra og óafturkræfra fósturgalla væru í samræmi við stjórnarskrána.

Dómurinn sem var kveðinn upp er niðurstaða stjórnlagadómstólsins sem er sjálfstæð stjórnskipunarstofnun en úrskurðir þess dómstóls teljast almennt bindandi og endanlegir. Neðri deild pólska þingsins hefur ekki tekið þetta mál til umfjöllunar og ekki heldur tekið afstöðu til máls þessa.

Ríkisstjórn hinna sameinuðu hægrimanna er fyrsta ríkisstjórnin sem rekur heildstæða fjölskyldustefnu. Við gleymum ekki þunguðum konum og fjölskyldum þar sem barnið verður fyrir alvarlegum sjúkdómum.

Yfirgangur, hrottaskapur og hatursorðræða mótmælenda á almannafæri eru algerlega óviðunandi en við höfum orðið vitni að slíku undanfarna daga. Við samþykkjum ekki árás á fólk og að vanhelga megi kirkjur. Við munum staðfastlega mótmæla þessum árásaraðgerðum.

Við getum deilt um mál en við þurfum að geta rætt saman. Í dag þurfum við fyrst og fremst á íhugun að halda, að sýna virðingu og skilning. Við biðlum til fjölmiðla að kynda ekki undir þessum átökum.

Einnig er rétt að árétta að formlegur fulltrúi ríkisstjórnar Póllands á þingi Evrópuráðsins var Andrej Babiša, forsætisráðherra Tékklands, en ekki eins og fram kemur í greininni Viktor Orban. 

Virðingarfyllst,

 

Gerard Pokruszyński

sendiherra Lýðveldisins Póllands

í Lýðveldinu Íslandi

{"register":{"columns":[]}}