Við notum smákökur til að veita góða þjónustu.Með því að nota þessa síðu þú þarf að samþykkja að þær verða niðurhlaðnar á þína tölvu. Þú getur alltaf breytt þínar vafrastillingar.Einnig, með því að nota þess síðu þarf þú að samþykkja persónuverndarlög.
Back

Olga Tokarczuk hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum

24.10.2019

Olga Tokarczuk, pólskur rithöfundur og aðgerðastefnusinni hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum

Olga Tokarczuk

– Ég óskainnilega til hamingju Olgu Tokarczuk,  sem er óumdeild erindreki pólskrar menningar – sagði utanríkisráðherra Jacek Czaputowicz.

Olga Tokarczuk fæddist í Sulechów í Póllandi árið 1962. Foraldrar hennar voru kennarar, en faðir hennar starfaði einnig í bókasafni, þar sem kveiktist áhuginn Olgu á bókmenntum. Olga útskrifaðist í sálfræði úr Háskólanum í Varsjá. Að háskólanámi loknu flutti hún til Wrocław og svo til Wałbrzych til að vinna sem sálfræðingur. Frá 1998 bjó hún í litlu þorpi að nafni Krajanów nálægt Nowa Ruda.

Hún gaf út 17 bækur – skáldsögur, smásagnasöfn, stílar og handrit. Árið 1993 kom fyrsta skáldsaga Olgu, Podróż ludzi księgi (Ferðalög bókafólksins), dæmisaga um leit tveggja elskanda að leyndardómum bókarinnar. Sagan gerist í Frakklandi 17. aldararinnar og náði strax mikilli athygli og vinsældum. Bókin hlaut bókmenntaverðlaun verðlaun fyrir besta frumraun. Árið 1996 kom út skáldsaga hennar Prawiek i inne czasy (Æfafornöld og aðrir tímar). Bókin er sögð frá sjónarhóli fjögurra erkiengla og gerist í litu sagnalegu þorpi í Póllandi. Bókin vað þýdd í mörg tungumál og tóku verk hennar einnig að vekja athygli utan Póllands.

Nútíð og þátíð flækjast saman að vild í Dom dzienny, dom nocny (Dagahús, næturhús), frá árinu

1998, sem gerist í raunverulegu fjalllendi í Póllandi, skammt frá Tékklandi. Hér stendur áreiðanlegurtími náttúrunnar gegn brotakenndri byggingu skáldsögunnar sem einkennist af stuttum frásögnum af ýmsu tagi og spannar tímann frá miðöldum fram á okkar daga.

Olga hlaut alþjóðlegu Man Booker verðlaunin 2018 fyrir skáldsöguna Bieguni (Flóttar).

Flestir telja „The books og Jacob“ vera meistaraverk Tokarczuk. Bókin er 900 blaðsíðna verk og nær sagan yfir sjö lönd, þrjú trúarbrögð og fimm tungumál.

Olga Tokarczuk er þekkt sem einn frumlegasti og vinsælasti rithöfundur Póllands af yngri kynslóðinni. Hún hefur meðal annars hlotið verðlaunin Paszport Polityki, Bruecke Berlin og Kulturhuset Stadsteatern. Hún hefur oft verið tilnefnd til pólsku bókmenntaverðlaunanna Nike, sem hún hlaut tvisvar, árin 2008 og 2015. Verk eftir Olgu Tokarczuk hafa verið þýdd á tólf tungumál, m.a. norðurlandamál, þýsku, frönsku, ensku og tékknesku.

Þann 10 október 2019 bættist Olga Tokarczuk við listann pólskra Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum ásamt Henryk Sienkiewicz, Władysław Reymont, Isaac Bashevis Singer, Czesław Miłosz og Wisława Szymborska.

{"register":{"columns":[]}}