Páskakveðja
08.04.2020
Sendiherra Póllands á Íslandi ásamt starfsmönnum sendiráðsins sendir öllum Íslendingum hlýjar páskakveðjur.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra og friðsæla páska.
Páskar tákna nýtt upphaf og sigur góðs yfir illu. Við vonum að boðskapur þessarar hátíðar huggar ykkur á þessum erfiðu tímum heimsfaraldsins. Hugsanir okkar eru núna við alla sjúklinga, sérstaklega þá sem eru í alvarlegu ástandi. Við biðjum um að páskar munu færa þeim styrk svo þau geti náð sér fljótt.
Við vitum að vegna núverandi ástands, ætlið þið að halda upp á þessa hátíð á annan hátt en venjulega. Sum ykkar verða að hætta við fyrirhugaðar ferðir eða fjölskyldusamkomur. Við teljum hins vegar að þökk sé sameiginlegri viðleitni og þrautseigju, munum við geta sigrað þennan faraldur og snúið aftur til eðlilegs lífs. Við þökkum sérstaklega öllu heilbrigðisstarfsfólki sem verður vinnandi um páskana.
Látum páskana hjálpa okkur að trúa að þessir erfiðu tímar munu líða hjá.
Sendiherra ásamt starfsmönnum pólska sendiráðsins í Reykjavík