Við notum smákökur til að veita góða þjónustu.Með því að nota þessa síðu þú þarf að samþykkja að þær verða niðurhlaðnar á þína tölvu. Þú getur alltaf breytt þínar vafrastillingar.Einnig, með því að nota þess síðu þarf þú að samþykkja persónuverndarlög.
Back

Ráðstefna um pólska fræðimenn, landkönnuði og ferðamenn

18.10.2023

Ráðstefna At the 'Edge of the World'. Achievements of Polish Researchers, Travellers, Explorers. var haldin í Háskóla Íslands. Ráðstefnuna sóttu virtir pólskir vísindamenn á heimskautasvæðum sem komu til Reykjavíkur í tilefni af Arctic Circle Assembly og hinn framúrskarandi mannfræðingur Prof. Aleksander Posern-Zieliński.

At the 'Edge of the World'. Achievements of Polish Researchers, Travellers, Explorers

Í tengslum við árið 2023 tileinkað Paweł Edward Strzelecki, haldin var ráðstefna í Háskóla Íslands um pólska fræðimenn, landkönnuði og ferðamenn. Ráðstefnan var skipulögð af Sendiráði Lýðveldisins Póllands í Reykjavík í samvinnu við Polish Polar Consortium, Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands sem nýlega stofnaði pólskunámið einnig við líf- og umhverfisvísindadeild og jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

Aleksander Posern-Zieliński, prófessor við mannfræðis- og þjóðfræðisdeild í Adam Mickiewicz Háskóla í Poznań hélt fyrirlestur um ævisögu og uppgötvanir hins fræga pólska ferðamann Pawel Edmund Strzelecki (1797-1873). Meðal fjölmargra pólskra ferðalanga og vísindamanna fjarlæga landa og menningarheima eiga þeir sem hafa lagt verulegt framlag til heimsvísinda skilið sérstaka athygli.
Á sviði landafræði og þjóðfræði voru þeir: Ignacy Domeyko - vísindamaður Suður-Ameríku, Jan Stanisław Kubary - vísindamaður Eyjaálfu, Bronisław Malinowski - mannfræðingur sem lýsir menningu Nýju-Gíneu og Melanesíu, Stefan Szolc-Rogoziński og Jan Czekanowski - vísindamenn Eyjaálfu og Afríku, og Bronisław Piłsudski og Maria Czaplicka – vísindamenn menningu frumbyggja Síberíu.

Dagmara Bożek frá Jarðeðlisfræðistofnun Pólsku Vísindaakademíunnar ræddi um Henryk Arctowski og Antoni Bolesław Dobrowolski, pólska frumkvöðla í norðurslóðarannsóknum.

Seinni hluti ráðstefnunnar fjallaði um verk pólskra samtímarannsóknamanna á norðurslóðum. Pólskir meðlimir í Polish Polar Consortium Prófessor Piotr Głowacki frá Jarðeðlisfræðistofnun Pólsku vísindaakademíunnar, Doktor Wojciech Dobiński frá Jarðvísindastofnun Silesia Háskólans í Katowice, Prófessor Wiesław Ziaja frá Landafræði- og landstjórnarstofnun Jagiellonian háskólans í Krakow og Prófessor Monika Kusiak frá Jarðeðlisfræðistofnun Pólsku vísindaakademíunnar ræddu um rannsóknir þeirra, hver séu mikilvægustu vísindamálin í jöklafræði um þessar mundir, sem og hvernig dagleg störf þeirra og dvöl á pólskum pólstöðvum lítur út.

Ráðstefnan var stjórnuð af dr. Önnu Karlsdóttur og prof. Ingibjörgu Jónsdóttur frá Háskóla Íslands.

Myndir (8)

{"register":{"columns":[]}}