Ráðstefna um pólska fræðimenn, landkönnuði og ferðamenn
18.10.2023
Ráðstefna At the 'Edge of the World'. Achievements of Polish Researchers, Travellers, Explorers. var haldin í Háskóla Íslands. Ráðstefnuna sóttu virtir pólskir vísindamenn á heimskautasvæðum sem komu til Reykjavíkur í tilefni af Arctic Circle Assembly og hinn framúrskarandi mannfræðingur Prof. Aleksander Posern-Zieliński.
Í tengslum við árið 2023 tileinkað Paweł Edward Strzelecki, haldin var ráðstefna í Háskóla Íslands um pólska fræðimenn, landkönnuði og ferðamenn. Ráðstefnan var skipulögð af Sendiráði Lýðveldisins Póllands í Reykjavík í samvinnu við Polish Polar Consortium, Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands sem nýlega stofnaði pólskunámið einnig við líf- og umhverfisvísindadeild og jarðvísindadeild Háskóla Íslands.
Aleksander Posern-Zieliński, prófessor við mannfræðis- og þjóðfræðisdeild í Adam Mickiewicz Háskóla í Poznań hélt fyrirlestur um ævisögu og uppgötvanir hins fræga pólska ferðamann Pawel Edmund Strzelecki (1797-1873). Meðal fjölmargra pólskra ferðalanga og vísindamanna fjarlæga landa og menningarheima eiga þeir sem hafa lagt verulegt framlag til heimsvísinda skilið sérstaka athygli.
Á sviði landafræði og þjóðfræði voru þeir: Ignacy Domeyko - vísindamaður Suður-Ameríku, Jan Stanisław Kubary - vísindamaður Eyjaálfu, Bronisław Malinowski - mannfræðingur sem lýsir menningu Nýju-Gíneu og Melanesíu, Stefan Szolc-Rogoziński og Jan Czekanowski - vísindamenn Eyjaálfu og Afríku, og Bronisław Piłsudski og Maria Czaplicka – vísindamenn menningu frumbyggja Síberíu.
Dagmara Bożek frá Jarðeðlisfræðistofnun Pólsku Vísindaakademíunnar ræddi um Henryk Arctowski og Antoni Bolesław Dobrowolski, pólska frumkvöðla í norðurslóðarannsóknum.
Seinni hluti ráðstefnunnar fjallaði um verk pólskra samtímarannsóknamanna á norðurslóðum. Pólskir meðlimir í Polish Polar Consortium Prófessor Piotr Głowacki frá Jarðeðlisfræðistofnun Pólsku vísindaakademíunnar, Doktor Wojciech Dobiński frá Jarðvísindastofnun Silesia Háskólans í Katowice, Prófessor Wiesław Ziaja frá Landafræði- og landstjórnarstofnun Jagiellonian háskólans í Krakow og Prófessor Monika Kusiak frá Jarðeðlisfræðistofnun Pólsku vísindaakademíunnar ræddu um rannsóknir þeirra, hver séu mikilvægustu vísindamálin í jöklafræði um þessar mundir, sem og hvernig dagleg störf þeirra og dvöl á pólskum pólstöðvum lítur út.
Ráðstefnan var stjórnuð af dr. Önnu Karlsdóttur og prof. Ingibjörgu Jónsdóttur frá Háskóla Íslands.