Ráðstefna um Rómantík í Háskóla Íslands
04.11.2022
Þann 4. nóvember 2022 var haldin ráðstefna í Háskóla Íslands um Rómantík kölluð „So far, so close. Polish and Icelandic Romanticism” með þátttöku pólskra og íslenskra vísindamanna.
Prófessor Guðni Elísson og prófessor Sveinn Yngvi Egilsson fluttu fyrirlestra um íslenska rómantíska hugsun. Frú Krystyna Jaworska, prófessor í pólskum fræðum við háskólann í Turin (Ítalíu), talaði um það að bröttför yfir landamæri ríkisins, hafði áhrif á störf pólskra rómantíkara, sérstaklega Adam Mickiewicz. Fyrirlestur herra Jakub Pyda, doktorsnema við háskólann í Varsjá, fjallaði um hlutverk „goðsögnarinnar Norðurlands“ og skandinavískan innblástur í pólskum rómantískum verkum. Sameiginlegur þráður í pólskum og íslenskum rómantískum bókmenntum er sjálfstæðisþráin og mótun nútíma þjóðerniskenndar sem ómaði í öllum fyrirlestrum.
Unglingar frá Pólska Skólanum við Sendiráð Lýðveldisins Póllands í Reykjavík og Janusz Korczak Pólska Skólanum í Reykjavík lásu upp ljóð.
Ráðstefnan var skipulögð af Vigdísarstofnunni, Sendiráði Póllands í Reykjavík, Tungumálamiðstöðinni Háskóla Íslands og Rannsóknastofnunnni bókmennta og myndlistar.