Upphaf pólskunáms við Háskóla Íslands
17.08.2023
Haustið 2023 verður pólskt nám tekið upp við Háskóla Íslands - Pólsk fræði. Nemendur munu læra pólska tungumálið og málfræði þess, auk þess að öðlast þekkingu á pólskum bókmenntum, menningu og sögu.
Opnun pólskunáms við Háskóla Íslands er afrakstur margra ára samstarfs yfirvalda Póllands og Íslands á sviði náms og menntunar. Grundvöllurinn var samkomulag um samstarf á sviði mennta- og vísinda sem menntamálaráðherrar beggja landa undirrituðu árið 2020 í opinberri heimsókn Guðna Th. Jóhannesson í Póllandi.
Sendiráð lýðveldisins Póllands í Reykjavík, einkum sendiherra Gerard Pokruszyński og eiginkona hans Margherita Bacigalupo-Pokruszyńska, voru upphafsmenn að stofnun pólsku fræðadeildarinnar við Tungumálamiðstöðina Háskóla Íslands. Því miður heimsfaraldurinn hægði á ferlinu.
Annar vendipunktur ver heimsóknin Dariusz Piontkowski, ráðuneytisstjóra í mennta- og vísindaráðuneytinu, til Reykjavíkur í júní 2022, þar sem afgerandi viðræður við rektor Háskóla Íslands, Dr. Jón Atli Benediktsson, voru haldnar. Vegna samstarfs háskólans við NAWA - Landsskrifstofu fyrir nemandaskipti, var tekin ákvörðun um að opna pólskt nám á skólaárinu 2023/24.
Við þökkum Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta-, vísinda- og menningarmálaráðherra sem sýndi stuðning í þessu ferli. Sérstakar þakkir fara einnig til Jóns Atla Benediktssonar rektor Háskóla Íslands, deildarforseta Hugvísindasviðs Ólafar Garðarsdóttur, deildarstjóra tungumála- og menningarsviðs Geirs Sigurðssonar og Eyjólfs Más Sigurðssonar, forstöðumanns Tungumálamiðstöðvar!