Við notum smákökur til að veita góða þjónustu.Með því að nota þessa síðu þú þarf að samþykkja að þær verða niðurhlaðnar á þína tölvu. Þú getur alltaf breytt þínar vafrastillingar.Einnig, með því að nota þess síðu þarf þú að samþykkja persónuverndarlög.
Back

Upphaf pólskunáms við Háskóla Íslands

17.08.2023

Haustið 2023 verður pólskt nám tekið upp við Háskóla Íslands - Pólsk fræði. Nemendur munu læra pólska tungumálið og málfræði þess, auk þess að öðlast þekkingu á pólskum bókmenntum, menningu og sögu.

1

Opnun pólskunáms við Háskóla Íslands er afrakstur margra ára samstarfs yfirvalda Póllands og Íslands á sviði náms og menntunar. Grundvöllurinn var samkomulag um samstarf á sviði mennta- og vísinda sem menntamálaráðherrar beggja landa undirrituðu árið 2020 í opinberri heimsókn Guðna Th. Jóhannesson í Póllandi.

Sendiráð lýðveldisins Póllands í Reykjavík, einkum sendiherra Gerard Pokruszyński og eiginkona hans Margherita Bacigalupo-Pokruszyńska, voru upphafsmenn að stofnun pólsku fræðadeildarinnar við Tungumálamiðstöðina Háskóla Íslands. Því miður heimsfaraldurinn hægði á ferlinu.

Annar vendipunktur ver heimsóknin Dariusz Piontkowski, ráðuneytisstjóra í mennta- og vísindaráðuneytinu, til Reykjavíkur í júní 2022, þar sem afgerandi viðræður við rektor Háskóla Íslands, Dr. Jón Atli Benediktsson, voru haldnar. Vegna samstarfs háskólans við NAWA - Landsskrifstofu fyrir nemandaskipti, var tekin ákvörðun um að opna pólskt nám á skólaárinu 2023/24.

Við þökkum Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta-, vísinda- og menningarmálaráðherra sem sýndi stuðning í þessu ferli. Sérstakar þakkir fara einnig til Jóns Atla Benediktssonar rektor Háskóla Íslands, deildarforseta Hugvísindasviðs Ólafar Garðarsdóttur, deildarstjóra tungumála- og menningarsviðs Geirs Sigurðssonar og Eyjólfs Más Sigurðssonar, forstöðumanns Tungumálamiðstöðvar!

{"register":{"columns":[]}}