Vortónleikar í flutningi "Janusz Prusinowski Kompania" í Reykjavík, Stykkishólmi og Reykjanesbæ
08.05.2024
Í boði Sendiráðs Lýðveldisins Póllands í Reykjavík heimsótti þjóðlagahljómsveitin „Janusz Prusinowski Kompania“ Ísland í byrjun maí. Tónlistarmennirnir léku á hátíðarhöldunum í tengslum við Evrópudaginn og 30 ára afmæli EES-samstarfsins á vegum sendinefndar ESB og sendiráða aðildarríkjanna í Kolaportinu í Reykjavík 8. maí.
Daginn eftir héldu tónlistarmennirnir til Stykkishólms. Að frumkvæði pólsku samtaksins "Við erum í sambandi" [pl. „Jesteśmy w kontakcie”] og Séra Damian Wyżkiewicz frá kaþólsku sókninni, íslenska og pólska samfélagið á Snæfellsnesi tóku þátt í lautarferð á Fransiskus Hótel í Stykkishólmi. Vortónleikar pólsku tónlistarsveitarinnar "Janusz Prusinowski Kompania" voru aðal skemmtunin þann dag. Tónlistarmenn og börn þeirra kynntu tónlistarhefð pólsku sveitarinnar. Einnig ræddu þau um þjóðleg hljóðfæri, búninga og tákn og fékku viðstadda til að dansa.
Laugardaginn 11. maí voru haldnar tónlistar- og dansnámskeið í samvinnu við Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Tónlistarmenn Janusz Prusinowski Kompania kenndu ungu fólki og fullorðnum hefðbundna pólska þjóðdansa.
Dvöl tónlistarmanna hér á landi lauk með sunnudagstónleikum í tilefni af barna- og unglingahátíð í Reykjanesbæ. Tónleikarnir voru skipulagðir af sendiráði Póllands í Reykjavík í samvinnu við Reykjanesbæ.