Yfirlýsing Sendiherra Lýðveldisins Póllands
12.11.2020
Yfirlýsing Sendiherra Lýðveldisins Póllands
Í tengslum við greinina sem birtist í Fréttablaðinu 8. Nóvember, lýsi ég því yfir að upplýsingarnar frá Justynu Grosel um meint ákall á lögreglu um að fjarlægja borða sem var settur upp fyrir framan búsetu sendiherra Lýðveldisins Póllands, eru lygi. Svipaðar ósannar upplýsingar voru sagðar af Martynu Dobrowolska í fréttagrein hjá Stundin.is, þann 7. nóvember. Þess háttar upplýsingar ættu ritstjórnir að kanna hjá aðilum sem geta gefið staðfestar og trúverðugar upplýsingar þ.e. í þessu tilfelli hjá lögreglunni. Í lýðræðislegum löndum eins og Póllandi eða Íslandi hafa allir rétt til þess að sýna fram eigin skoðanir og það væri mikil hneyksli ef sendiherra einhvers lýðræðisríkis mundi „hringja á lögreglu til þess að láta fjarlægja borðann“ sem brýtur ekki í bága við lög.
Lögreglan var kölluð á staðinn í tengslum við ágengni á svæði sendiherrabústaðarins Lýðveldisins Póllands, sem er áberandi brot á 22. og 30. gr. í Vínarsamningi um stjórnmála- og díplómatísk samskipti en svona brot eiga sér stað mjög sjaldan í Evrópulöndum. Grundvöllurinn að lögum er að draga fram afleiðingar fyrir þá sem brjóta gegn ofangreindum samningi. Í 22. gr. Vínarsamningsins segir: „Sendiráðssvæði skal njóta friðhelgi. […]. 2. Sérstök skylda hvílir á móttökuríkinu til að gera allar þær ráðstafanir sem viðeigandi eru, til að vernda sendiráðssvæðin gegn öllum árásum og tjóni og koma í veg fyrir röskun á friði sendiráðsins eða skerðingu á virðingu þess.“, og í gr. 30: „Einkaheimili sendierindreka skal njóta sömu friðhelgi og vernd sem sendiráðssvæðið.“
Gerard Pokruszyński
Sendiherra Lýðveldisins Póllands á Íslandi